Öll eigum við skilið að búa við góða heilsu og vellíðan, geta treyst á líkamann í daglegu lífi og haft orku til að sinna vinnu, fjölskyldu og áhugamálum

Um Heilsuhönnun

Eftir að hafa fundið leiðina út úr langvinnum verkjum og margskonar heilsuvanda á það hug minn að stytta öðrum leiðina að bættri heilsu.

Ég er grafískur hönnuður að mennt og hef lengst af starfað við hönnun, en hef svo bætt við mig fjölbreyttu heilsutengdu námi og beini nú sköpunarkraftinum í átt að heilsueflingu.

Hönnun snýst í raun um að virkja forvitni, innsæi, bjartsýni og þekkingu til að móta og bæta það sem skiptir okkur máli – hvort sem það er umhverfið, hlutir eða heilsa og líf.

Með því að hanna eigin heilsuvegferð og virkja sköpunarkraftinn gefum við okkur leyfi til að vinna í möguleikavíddinni, með okkar eigin þarfir að leiðarljósi – láta okkur dreyma, virkja leikgleðina og trúa því að það séu alltaf til leiðir til að breyta og bæta. Jafnvel þó þær séu ekki í augsýn í byrjun muni þær birtast í hönnunarferlinu. Ferlið snýst um að kortleggja, hlusta, skilja, virkja sköpunarkraftinn, prófa sig áfram og þróa. 

Þú ert líklega hér vegna verkja eða heilsuvandamála. Heilsuhönnun er hér fyrir þig á þinni batavegferð ❣️

- Sóley Stefáns

Heilsuhraust manneskja vill þúsund hluti, en veik manneskja vill aðeins einn

Í minni leit að heilsunni hef ég prófað nánast ‘allt undir sólinni’ hef ég lært margt bæði gagnlegt og minna gagnlegt. Sá lærdómur sem stendur upp úr:

Að móta mína leið er árangursríkara en að fylgja reglum annarra

Markmið Heilsuhönnunar

Að hjálpa fólki sem glímir við langvinna verki og vanlíðan leiðir að rjúfa gömul verkjamynstur og móta ný heilsueflandi mynstur sem virkja eigin lækningarmátt og stuðla að bata, bættu sambandi við líkamann og vellíðan í daglegu lífi

Um mig

Heilsan hefur verið mér áskorun síðan ég var barn. Eftir löng veikindi greindist ég með Hashimoto’s vanvirkan skjaldkirtil, þá sex ára. Eftir að fá skjaldkirtilslyf komst heilsan á betri stað en það var samt alltaf eitthvað að.

Meðal þess voru: stoðkerfisverkir, höfuðverkir, vefjagigtarverkir, orkuleysi, heilaþoka, sveppasýkingar, húðvandamál, þyngdaraukning, iðraólga og alls kyns mataróþol.

Ég hef alltaf lagt mig fram um að finna leiðir til bata og hef gengið á milli ótal lækna og meðferðaraðila í leit að svörum við þessum einkennum.

Ég hef fengið allskonar greiningar, prófað endalausar meðhöndlanir og mataræði, sem stundum komu mér á betri stað, en ekkert ‘lagaði’ mig. 

Í gegnum tíðina lærði ég ýmislegt sem hjálpaði við
að halda verkjunum í skefjum. Til dæmis að:

En það var streituvaldandi að einblína á að forðast allt mögulegt í daglegu lífi. Að geta ekki treyst á líkamann 👀

Eins og að vera farþegi í bíl og hafa litla stjórn á ferðinni. 

Að ná stjórn

Eftir að lenda í erfiðu áfalli fóru verkirnir að versna og ég hætti að geta sinnt vinnu. 

Ég ákvað þá að sökkva mér í að skilja líkamann betur og hvernig ég gæti komist við stýrið og tók margskonar heilsutengd námskeið og nám.

Ég gat komist á betri stað og orðið nánast verkjalaus þegar ég var í vernduðum aðstæðum sem snérust um að næra líkama og sál. Til dæmis leið mér bara ótrúlega vel eftir:

  • Mánuð í hitanum á Indlandi í Ayurveda hreinsun 👌
  • Annan mánuð í hitanum á Indlandi í jógakennaranámi 🧘‍♀️
  • Þrjár vikur á Grikklandi í jóga hlédragi 🧘‍♀️
  • Hreinsunarmataræðiskúra 🥗
  • Dvöl á Sólheimum í jóga Nidra kennaranámi 😌
  • Kyrrðardaga í þögn og hugleiðslu í Skálholti 😶

En þegar ég reyndi að vinna, sitja við tölvu og vera undir pressu komu verkirnir aftur, eins og kveikt væri á forriti 😳 

Bati

Á endanum var ég svo heppin að rekast á námskeið sem fjallaði um samband heilans, taugakerfisins og margskonar langvinnra heilkenna og hvernig rót vandans geti legið í ofvirku streitusvari í heila og taugakerfi.

➡️ Að verkir geti verið verið gamalt mynstur sem heldur áfram að virkjast að óþörfu – og að það sé hægt að leiðrétta með aðferðum sem byggja á að endurþjálfa heilann. 

Þarna var rót minna verkja fundin og leiðin til bata – og leiðin var einfaldari en hafði áttað mig á.

➡️ Í stað þess að leita svara í utan að komandi þáttum, þurfti ég að líta inn á við og endurstilla stjórnstöðina mína og verða læs á skilaboðin frá líkama mínum

Í dag er ég heilsuhraust og hef byggt upp styrk til að vinna, stunda kraftmikla hreyfingu og lifa lífinu eins og ég óska mér

og það sem er mikilvægast;

ég hef öðlast valdeflandi skilning á verkjum og taugakerfinu, og á gott samband við líkamann sem gefur mér gjörbreyttar forsendur til að takast á við þær áskoranir sem fylgja lífinu

Hannaðu þín skref í átt að bata

Hér getur þú hlaðið niður skjali sem um samband heilans, taugakerfisins og verkja og lært leiðir til að vinna með þín mynstur.

Mynd af forsíðunni á fræðslu-PDFinum